MG 9952 1

Svetlana Matuša - leirlistakona og listmálari.

Ferilskrá

Fædd í Serbíu (Júgóslavíu) 1959. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Beograd með framsækna leirlistahönnun sem aðalfag. Árið 1995 dvaldi hún við Shigaraki Institute for Ceramic Studies, í Shigaraki, Japan. Frá 1986 hefur hún tekið þátt í yfir 120 alþjóðlegum sýningum, haldið 14 einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt i uppfærslum í samsýningum og á leirlistavinnustofum.

Hún er virt í heimalandi sínu og hefur hlotið verðlaun og fjölda viðurkenninga fyrir list sína.

Hún er meðlimur í ULUPUDS frá 1992 (The Association of Applied Artists and Designers in Serbia). Frá 2002 hefur hún verið meðlimur í SÍM og leirlistafelagið Islands. Svetlana fluttist til Íslands 1999 og hefur starfað hér síðan. Hún hefur heillast af náttúru landsins og kemur það fram í leirlistaverkum hennar og málverkum.

Nám:

1983 – 1989    Listaháskólinn í Beograd, Serbíu (fyrrv. Júgóslavíu) með framsækna leirlist sem aðalfag (University of applied arts and design in Beograd, sculptur ceramic department)

1995    Sumarnám (artist-in-residence) í Shigaraki Institute for Ceramic Studies, Shigaraki, Japan.

Félagsstarf:

1990    Meðlimur í UPIDIV

1992    Meðlimur í ULUPUDS (The association of artists of applied arts and designers of Vojvodina and Serbia)

2002    Meðlimur í SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna) og Leirlistafélagi Íslands

Vinnusvið:

Svetlana vinnur að leirlist, keramíkhönnun, skúlptúr, leirlist á rennibekk, myndlist, performance, kennslu og að öðrum listverkum.

Einkasýningar:

1990    - Novi Sad, Gallerí Sögusafnsins

1992    - Pančevo, Art Center Gallery með performance „Terra Vitae“ á leiksviði Borgarleikhússins (Hópur nútímaballets með skyggnisýningu scenography). Leikstjóri: Svetlana Matusa.

            - Pančevo, Gallerí Borgarbókasafnsins

1993    - Kovin, Gallerí Listmiðstöðvar

            - Novi Sad, Gallerí Forma

            - Beograd, Gallerí Singidunum

1994    - Beograd, Gallerí júgóslavneska hersins með performance

            - Kragujevac, Gallerí þjóðarsafnsins

1998    - Beograd, Gallerí „Kuca Ðure Jaksica“

1999    - Beograd, Gallerí Singidunum

            - Pančevo, Gallerí Madam

2000    - Reykjavík, Listhús Ófeigur, „Ís og hraun”

2004    - Reykjavík, Gallerí/Studío Lana Matusa, „Steinar Íslands“

2005    - Reykjavík, Gallerí/Studío Lana Matusa, „Líf í hrauni“

            - Beograd, Gallerí ULUPUDS, „Lava people“

2006    - Reykjavík “Seltún”, Lana Matusa gallery, keramikskúlptúr og olíumálverk

2007    - Reykjavík “Island”, Lana Matusa gallery, keramikskúlptúr og olíumálverk

Samsýningar:

Frá 1986 hefur hún tekið þátt í yfir 130 samsýningum í Júgóslaviu og öðrum löndum.  Helstu sýningarnar eru:

12 sýningar „October Art Salon“ í Pančevo;   4 sýningar „Art Salon“ í Beograd;   5 októbersýningar í Kovin og Smederevo;   4 maísýningar með ULUPUDS í Beograd;   3 Bienal of miniature arts í Gornji Milanovac;   2 Triennal art ceramics sýningar í Beograd og Subotica;   3 sýningar Bienal Ceramic Art í Beograd;   3 Bienal leirlistasýningar, „Forma“ í Novi Sad;   2 alþjóðlegar leirlistasýningar, „Solja“ (ísl. bolli).   Árið 1989, International Symposium, „Svet keramike“ í Arandjelovac með sýningu.   Árið 1997, II International Art Colony of Ceramics, Zlakusa, Central Serbia, með sýningu í Borgarlistasafninu í Uzice.

Erlendar samsýningar:

1990    - Króatía, Zagreb, „III World Triennal Exhibition of Small Ceramics“

1993    - Portúgal, Aveiro, „III Bienal International De Ceramica Artistica –Aveiro 93“

1995    - Japan, Shigaraki, The Ceramic Cultural Park, Museum of Contemporary Ceramic Art“

1998    - Búlgaría, Trojan, International Art Ceramic Symposium“ með sýningu

1999    - Tékkland, Prag, „International Summer Ceramic Workshop í Academy of Arts and Architecture and Design í Prag“ með sýningu

2005 – 2006 – Fjórar sýningar “ Handverks og hönnunar”, Reykjavík

2006    - Afmælissýning Leirlistafélag Íslands í Hafnarborg , Hafnarfjörður

2015 -  "Icelandic art", Gallery Arti Legi,  Holland, Gouda

Viðurkenningar:

1992    - Annual Award of The Association of Applied Artists and Designers of Serbia – ULUPUDS for Creation

1998    - „Golden Forma“ Verðlaun UPIDIV (Samband leirlista- og myndlistafólks í Vojvodina

Tímabil:

1990 – 1994    EVOLUTION I (Þróun I)

Leir skúlptúrverk gerð frá brotnum dýrabeinum og innprentuðu postulíni í jarðleir. Með þessu lætur Sana koma fram þá þróun sem maðurinn hefur gengið í gegnum, skilið eftir sig og það sem hann mun skilja eftir sig.

Þetta er skýring, upplifun og umhugsunarefni mannkyns fyrir framtíðina. Með þessari skreytingu með postulíni og dýrabeinum birtir hún lagskipta mynd mannkyns til framtíðar eins og þversnið jarðar um milljónir ára.

1994 – 1996    EVOLUTION II (Þróun II)

Í seinni formum breytast skúlptúrarnir í fjögur táknræn form frumspekinnar. Árið 1994 vann Svetlana að þemanu „Evolution“ með skúlptúrform eins og „Frosið andartak“, Bylgju jarðarinnar líkt og bylgju hafsins með sömu skreytingu, þ.e. postulíns og dýrabeina innprentað í jarðleir.

1996 – 1999    SHI

Eftir að Svetlana snéri frá Japan að þá má finna og sjá í verkum hennar nýtt þema, „SHI“ (SHI er zentákn, samræmi andartaksins). Það er í framhaldi og umbreyting við fyrra tímabil hennar. Skúlptúrform hennar eru einfaldari og hreinni. Skreytingar hennar breytast líkt og postulín rís, sem kynnir áhrif hennar af minningum frá menningararfleifð Japans, búin til úr postulíni og steinleir.

1999 -              ÍS OG HRAUN           

Svetlana Matuša fluttist til Íslands árið 1999. Hún varð uppnumin af náttúru Íslands sem markar þriðja tímabil hennar. Myndformin breytast í þemað „Ís og hraun“

Svetlana fann mikinn innblástu úr öllum þáttum íslenskrar náttúru, lögun og form steina, hæða, fjalla og sérstaklega formum hraunsins. Hún hefur einnig fundið mótív fyrir olíumálverk, leirlistaskúlptúra í sögu um álfa og tröll. Þá uppgötvaði hún leið til að búa til glerung sem líkist mjög hraunyfirborði.. Síðan hefur hún búið til fræga leirlistaskúlptúr „Lava people“ (Hraunbúi/-ar).

 

Go to top